Efnin og eiginleikar

Staðreyndin er sú að flott jakkaföt eru tákn um fágun og sýna þinn persónulega stíl. Þú ættir að velja jakkaföt sem ekki bara láta þig líta vel út og gerir þig virðulegri gagnavart öðru fólki, heldur líka með það í huga úr hvaða efnum þau eru gerð.

Það eru aðeins nokkur efni sem ætluð eru í jakkaföt, sem gerir valið aðeins auðveldara, en það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að kaupum á hinum fullkomnu jakkafötum.

Efnið sem er valið þarf að anda og lofta vel um sig en það skiptir gríðar miklu máli. Á sumrin gæti vandamálið verið að þau lofta ekki nóg sem leiðir til þess að menn byrja að svitna. Svo aftur á móti gætu jakkafötin ekki verið nægilega hlý yfir dimman og kaldan vetur

Mýkt og teygjanleiki efnisins er svo annar þáttur. Menn vilja forðast að klæðast jakkafötum sem þeim klæjar undan eða gefur þeim ekkert svigrúm fyrir hreyfingar.

Lausnin á vandamálinu er einfaldlega sú að fræða menn um jakkafataefnin.

Ull / Wool

Ullin er án efa vinsælasta efnið sem hægt er að velja sér í jakkafötin sín vegna eiginlega hennar og veglegs útlits. Efnið er mjúkt og krumpast ekki en á til að vera gagnrýnt af þeim sem vilja léttara og þynnra efni.


Merino ullin er algengasta ullin sem notuð er í jakkaföt. einfaldlega vegna eiginleika hennar. í trefjunum eru náttúruleg loft-op sem þýðir að efnið andar vel og getur bæði verið notað í hita dagsins eða á köldu vetrarkvöldi.