Staðreyndin er sú að flott jakkaföt eru tákn um fágun og sýna þinn persónulega stíl. Þú ættir að velja jakkaföt sem ekki bara láta þig líta vel út og gera þig virðulegri gagnavart öðru fólki, heldur líka með það í huga úr hvaða efnum þau eru gerð.
Efnin skipta miklu máli og margt sem þarf að hafa í huga þegar verið er að velja rétta efnið fyrir þig. Við bjóðum upp á öll helstu efni í jakkaföt, allt að 4200 efni. Það getur hins vegar verið svolítið yfirþyrmandi að skoða mörg þúsund jakkafataefni en til þess erum við hjá Kölska. Við erum klárir í að hjálpa þér að finna þitt fullkomna efni sem hentar þér best.
Efnin sem við bjóðum uppá hafa mismunandi eiginleika sem þarf að taka tillit til. Sum anda betur en önnur, sum eru léttari og önnur þykkri. Síðan krumpast efnin mismikið og eru mis teygjanleg. Allt eru þetta frábær efni en við hjálpum þér að finna rétta efnið fyrir þig.
Ull / Wool
Ull er langvinsælasta efnið sem notað er í jakkaföt í dag og hefur verið það alla tíð. En ull er ekki sama og ull, við bjóðum upp á þrjá megin flokka af ull og hver hefur sýna eginleika.
Virgin Merino ull
Nafn sem margir eflaust kannast við en Merino ullin er þekkt fyrir hversu fín og mjúk hún er. Við bjóðum upp á Merino ull allt frá super 100´s-200´s. Merino ullin andar vel og klæjar ekki.
Flannel ull
Flannel ull er ferli sem lýsir því hvernig ullin er unnin eftir að það er búið að spinna og vefa hana. Þá er hún burstuð til þess að lyfta fínu þráðunum í efninu sem gefur efninu sýna áþekku áferð. Flannel ullin sem við bjóðum upp á er úr Merino ull enda er þau efni afskaplega mjúk og þæginleg. Flannel ullin er meira einangrandi en óburstuð ull og hentar því vel fyrir kaldari árstíma.
Tweed ull
Tweed ull er grófasta týpan af ull sem við bjóðum uppá og jafnframt sú þykkasta. Tweed-ið sem við bjóðum upp á er hinsvegar í léttari kantinum eða 260gsm-390gsm sem gerir þessi efni mjög fín til notkunar allan ársins hring á Íslandi. Tweed-ið okkar er líka mjúkt og klæjar ekki því fín lambaull frá Skotlandi og Ástralíu er notuð við framleiðslu á efnunum. Tweed ullin krumpast líka langminnst af öllum okkar efnum.
Cashmere ull
Cashmere ull á uppruna sinn að rekja til Kashmir héraðs sem situr á milli indlands og Pakistan. Cashmere ull er unnin úr geitaull og hefur skapað sér nafn sem lúxus efni í klæðnaði síðustu ár. Cashmere ull er þekkt fyrir hversu mjúk hún er og hve hlý hún er. Cashmere ullin sem við bjóðum upp á er frábær í staka jakka og frakka og er hið fulkomna efni í þína lúxus flík.
Hör
Hör er sumarefnið. Fullkomið í sumarfötin, hvort sem það eru jakkaföt, skyrtur, stakir jakkar eða buxur. Hör veitir mikla öndun og afslappað útlit, það krumpast mikið en það er það sem gefur hör sérstöðu frá öðrum efnum, krumpaði og afslappaði stíllinn. Hör er líka umhverfisvænasta efnið, því þegar hör plantan er unnin þá er öll plantan nýtt, það er engu hent og ekkert fer til spillis.
Efnablöndunar okkar
Til þess að ná fram ákveðnum eiginleikum í efni er efnum gjarnan blandað saman. Þá oft náttúrulegum efnum og hálf eða algerviefnum.
Bómull, viskos og elastín
Efnin okkar úr þessari blöndu eru mjög teygjanleg og þæginleg. Þau eru mjúk og krumpast lítið. Fullkomið efni fyrir þá sem vilja þæginleg jakkaföt.
Ull og polyester
Við bjóðum upp á mikið úrval af efnum með þessa blöndu, allt frá 60%-90% ull. Þessi efni eru öll mjög létt og henta vel í jakkaföt allan ársins hring. Með því að blanda polyester við ullina er efnið gert sterkara og fær slétta og fína áferð.
Ull og elastín
Þæginlegasta efnablandan að margra mati, mýktin frá ullini og teygjanleikin frá elastíninu myndar ómótstæðilega efnablöndu sem líkist frekar íþróttagalla en hefðbundnum jakkafötum í þægindum.