EFNIN & EIGINLEIKAR ÞEIRRA

Hér getur þú lesið allt um efnin okkar,
hvað er gott að hafa í huga og eiginleika þeirra.

EFNIN & EIGINLEIKAR ÞEIRRA​

Hér getur þú lesið allt um efnin okkar,
hvað er gott að hafa í huga og eiginleika þeirra.

Staðreyndin er sú að flott jakkaföt eru tákn um fágun og sýna þinn persónulega stíl. Þú ættir að velja jakkaföt sem ekki bara láta þig líta vel út og gerir þig virðulegri gagnavart öðru fólki, heldur líka með það í huga úr hvaða efnum þau eru gerð.

Það eru aðeins nokkur efni sem ætluð eru í jakkaföt, sem gerir valið aðeins auðveldara, en það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að kaupum á hinum fullkomnu jakkafötum.

Efnið sem er valið þarf að anda og lofta vel um sig en það skiptir gríðar miklu máli. Á sumrin gæti vandamálið verið að þau lofta ekki nóg sem leiðir til þess að menn byrja að svitna. Svo aftur á móti gætu jakkafötin ekki verið nægilega hlý yfir dimman og kaldan vetur

Mýkt og teygjanleiki efnisins er svo annar þáttur. Menn vilja forðast að klæðast jakkafötum sem þeim klæjar undan eða gefur þeim ekkert svigrúm fyrir hreyfingar.

Lausnin á vandamálinu er einfaldlega sú að fræða menn um jakkafataefnin.

ULL

WOOL

Ullin er án efa vinsælasta efnið sem hægt er að velja sér í jakkafötin sín vegna eiginlega hennar og veglegs útlits. Efnið er mjúkt og krumpast ekki en á til að vera gagnrýnt af þeim sem vilja léttara og þynnra efni.
Merino ullin er algengasta ullin sem notuð er í jakkaföt. einfaldlega vegna eiginleika hennar. í trefjunum eru náttúruleg loft-op sem þýðir að efnið andar vel og getur bæði verið notað í hita dagsins eða á köldu vetrarkvöldi.

KAMBGARN

WORSTED

Worsted ull er samanvafin textíll sem er mjúkur og státar af mikilli endingu. Flest ull krefst þess að náttúrulegu trefjarnar séu vafnar. En ekki Worsted. Í stað þess er ullin fyrst kembd til að losna við allar stuttar og aumar trefjar. Þetta skilur eftir aðeins löngu og sterku trefjarnar sem fara því næst í vafningsferlið sem framleiðir „mjúkan styrkleika“.

KASMÍR

CASHMERE

Einu fínustu trefjar heimsins koma upprunalega frá Norður-Indlandi. Kasmírull er geitaull af Cashmere geitinni. Trefjarnar í ullinni eru mýkri en hin hefðbundna ull

BÓMULL

COTTON

Bómull er næst vinsælasta efnið í jakkaföt og er unnið úr plöntu trefjum. Cotton jakkaföt eru þægileg og anda vel. Efnið er sterkt og teygjanlegt. Bómull þolir straujun vel við mikinn hita. Þau eru fullkomin fyrir mýkt og þægileika en skorta lúxusin sem að ullarefnin hafa.

HÖR

LINEN

Linen jakkaföt eru tilvalin fyrir sumartímann þar sem þau er létt og anda mjög vel. Efnið Linen kemur úr plöntunni Hör. Eiginleikar Hörs eru þeir að Hör hrindir frá sér þurrum óhreinindum og hefur einnig meira togþol en bómull.

SILKI

SILK

Kemur frá pöddum og er dýraprótein, oftast frá lirfum sem vefja sig inn í efnið áður en þau verða að fallegum fiðrildum. Silki býður uppá mikil þægindi þar sem efnið er einstaklega mjúkt. Efnið er að sjálfsögðu mikið dýrara en polyester og andar og heldur þér í þínu réttu hitastigi. Það þýðir að það heldur þér svölum í miklum hita en á móti heldur í þér hita ef kalt er úti.
Silki getur verið notað á vorin, sumrin, haustin og veturnar. Hentar flestum líkamsbyggingum og frábært fyrir lúxustilefnin.

PÓLÝESTER

POLYESTER

Polyester er búið til úr gerviefnum (ekki náttúrulegt eins og ullin). Efnið kemur oftast blandað við önnur efni, eins og t.d. ull. Efnið hefur mjög góða öndun. Polyester efnin glitra meira en ull og cotton.

FLAUEL

VELVET

Velvet er þétt vafið silki, bómull og nælon. Val á efninu í jakkaföt er aðalega notað ef menn ætla að fá sér smóking. Áferðin á efninu er lúxusleg við snertingu og andar vel um sig. En andar þó minna vegna blöndunar við nælonið.
Mjög flott efni fyrir flott tilefni og hægt að nota allt árið um kring. EN alls, alls ekki nota fötin á skrifstofunni!

Fáðu djöfullega aðstoð

Nú ættir þú að hafa ágætis hugmynd um hvað jakkaföt snúast og hvað þú myndir helst vilja.

Ef þú vilt hitta okkur og fara betur yfir efnin getur þú sent okkur fyrirspurn um bókun, ferlið og allt annað sem þér dettur í hug. Þú getur einnig sent okkur póst beint á bokanir@kolski.is eða hringt í símanúmerið 7666555

Opnunartímar

Mánudag - Fimmtudag
11:00 - 17:00
Föstudag
11:00 - 16:30
Laugardag
Eftir samkomulagi
Sunnudag
Lokað

Hafðu samband

Heimilisfang
Síðumúla 31, 108 Reykjavík
Sími
766-6555
Netfang
kolski@kolski.is